Tobba opnar verslun

Tobba Marinósdóttir stendur á krossgötum.
Tobba Marinósdóttir stendur á krossgötum. mbl.is/Árni Sæberg

Tobba Marinósdóttir stendur á krossgötum þessa dagana. Hún eignaðist frumburð sinn síðasta sumar, dótturina Regínu Birkis, með unnusta sínum, Karli Sigurðssyni, meðlimi í Baggalút og fyrrverandi borgarfulltrúa Besta flokksins. Í fæðingarorlofinu ákvað hún að segja upp vinnunni sinni sem markaðsstjóri SkjásEins. Í janúar og febrúar og dvaldi fjölskyldan á Balí.

Tobba í kímanó frá Balí.
Tobba í kímanó frá Balí. mbl.is/Árni Sæberg

„Balí er töfrum líkast og þar fær maður endalaust af hugmyndum. Ég ákvað því að segja upp vinnunni og elta nokkrar þeirra. Ég er með bók í smíðum auka fjölda verkefna. Fyrsta verkefnið sem verður að veruleika er Pop up-verslunin Balí Boutique sem verður opin 12-18 frá fimmtudeginum næsta til laugardags á horni Frakkastígs og Laugavegs,“ segir Tobba.

„Ég heillaðist svo af litagleðinni og fallegum sniðunum að ég tók þá ákvörðun að semja við fatahönnuð í borginni sem ég dvaldi í. Hún rekur þar fjórar verslanir og áður en ég vissi var ég búin að leggja inn pöntun auk þess að láta að láta sérsauma fyrir mig fatnað.“

Kjólarnir hennar Tobbu eru flestir í einni stærð.
Kjólarnir hennar Tobbu eru flestir í einni stærð. mbl.is/Árni Sæberg

Tobba kom með handsaumaða kjóla heim frá Balí og svo er hún líka með ýmislegt fleira góss.

 „Þetta eru aðallega kjólar og kimonóar. Allt handsaumað. Ég verð líka með barnabuxur í aladdín-stíl og skartgripi. Það besta við fatnaðinn er að hann er allur í einni stærð og hentar nánast öllum konum óháð holdafari. Þarna eru líka vörur sem henta bæði horuðum og gildum veskjum. Ég verð þó aðeins með nokkur eintök af hverri flík og því ekki mikið til skiptanna. Það góða er þó að þú hittir ekki aðra hverja konu í sama kjól enda afar pínlegt að sitja við borð með tveimur konum í sama kjól,“ segir hún og bætir við:

„Við leigðum dásamlega fallegt húsnæði og verðum þar tvær vinkonur. Ég með Balí-gersemarnar mínar og hún með gullfallegan barnafatnað. Ég vara þó skammdegispúka við! Litagleðin verður allsráðandi enda eiga íslenskra konur nóg af bleksvörtu.“

Síðkjóll frá Balí.
Síðkjóll frá Balí. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál