Rúllukraginn mun gera allt vitlaust

Rúllukragapeysan verður mjög heit í haust.
Rúllukragapeysan verður mjög heit í haust.

Haustið er í algerum sérflokki - tískuveisla ársins myndi einhver segja því þá flæða föt í verslanir sem raunverulega henta íslenskum aðstæðum.

Það er því ekkert skrýtið að spariguggur landsins tryllist. Eftir alla grill- og hvítvínsmarineringu sumarsins er komið að því að girða sig og halda áfram með líf sitt þar sem frá var horfið.

Það er kannski ekki nauðsýnlegt að troðfylla fataskápinn af nýjungum en það er ósköp notalegt að geta keypt sér eitthvað eitt eða tvennt svona aðeins til að gera sig upp fyrir veturinn.

Þær sem eru alveg týndar og vita ekki alveg hvað næsta skref er þurfa að halda áfram að lesa því Nina Starck yfirhönnuður sænska móðurskipsins Lindex segir að það verði engin sparigugga með spariguggum nema að vera í rúllukragapeysu og pilsi í haust. 80 den sokkabuxur, mokkasínur eða leðurstígvél munu fara vel með þessu tvennu og svo sakar ekki að blása aðeins á sér hárið, krulla það aðeins og greiða svo í gegn.

Rúllukragapeysurnar eru af ýmsum toga. Ýmist stórar, síðar og víðar eða örlítið þrengri og sparilegri. Það fer algerlega eftir líkamsvexti og stemningu hvernig rúllukragapeysa verður fyrir valinu.

Ryðrauður, beige-litaður og sinnepsgulur verða áberandi hjá Lindex í haust. Eins og sést á myndunum er hægt að blanda þessum litum á sjarmerandi hátt án þess að kaótíkin verið of mikil.

„Við erum búin að vera svo lengi í svörtum, hvítum og hlutlausum litum svo það er virkilega hressandi að geta sýnt þessa litapallettu,“ segir Nina Starck. 

Ryðrautt og beigelitað verður áberandi í vetur. Þetta dress er …
Ryðrautt og beigelitað verður áberandi í vetur. Þetta dress er úr Lindex.
Sinnepsgult verður vinsælt í hausttískunni.
Sinnepsgult verður vinsælt í hausttískunni.
Rúllukragapeysa við síð munstruð pils er málið núna.
Rúllukragapeysa við síð munstruð pils er málið núna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál