Skartið sérsmíðað fyrir hátíðakvöldverðinn

Eliza Reid með hálsmenið sem Sólborg S. Sigurðardóttir sérsmíðaði fyrir …
Eliza Reid með hálsmenið sem Sólborg S. Sigurðardóttir sérsmíðaði fyrir þetta kvöld.

Forsetafrú Íslands, Eliza Reid, var í sínu fínasta pússi þegar þau hjónin, hún og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, fóru í opinbera heimsókn til Danmerkur. Við hátíðakvöldverð hjá Margréti Danadrottningu klæddist frú Reid bláum kjól og var með glæsilega skartgripi við kjólinn. Skargripirnir voru smíðaðir af íslenska gullsmiðnum, Sólborgu S. Sigurðardóttur, í Gull & Silfur. 

Sólborg gerði bæði hálsmen og eyrnalokka í stíl og kosta gripirnir í kringum 750.000 kr. saman. Frú Reid fékk skartið lánað hjá Gulli & Silfur fyrir Danmerkurferðina. Sólborg segir að þau hafi lánað henni skartgripi áður. 

„Hún hafði einu sinni áður fengið lánað hjá okkur hálsmen,“ segir Sólborg og bætir því við að forsetafrúin hafi viljað vera með íslenskt skart eftir íslenska gullsmiði við þetta tilefni. 

Sólborg fékk senda mynd af bláa kjólnum sem frú Reid klæddist þetta kvöld og gerði skartgripina í stíl við kjólinn.  

„Mig langaði að hafa tilvísun í Ísland og átti óregluleg lögun að minna á hraunið. Keðjan í kringum steinana eru eins og taumar sem eru að renna. Með hliðsjón af kjólnum völdum við bláan stein sem er eins og stjörnubjört nótt. Svo skreyttum við hálsmenið með demöntum þannig að það glampaði vel á menið,“ segir Sólborg.

Keðjan í hálsmeninu er óregluleg og eru tveir demantar í hálsmeninu og tveir í lokkunum eða samtals fjórir. Stjörnusafír steinninn er stór og veglegur eða á milli 8-9 karöt.

„Demantarnir í hálsmeninu eru um 35 punktar að stærð,“ segir Sólborg.

Eliza Reid var með glæsilegt hálsmen í veislu Margrétar Danadrottningar. …
Eliza Reid var með glæsilegt hálsmen í veislu Margrétar Danadrottningar. Það er sérsmíðað af Sólborgu S. Sigurðardóttur hjá Gulli & Silfri. mbl.is/Golli/Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál