Finna vonandi gellur í Eyjum

Eyjamenn hafa endað í tíunda sæti Pepsi-deildar karla tvö undanfarin ár og því ekki gert mikið meira en að forða sér frá falli í bæði skiptin. 

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, reyndasti leikmaður liðsins sem sneri heim úr atvinnumennsku um mitt síðasta sumar, og Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri og einn dyggasti stuðningsmaður ÍBV, vilja að sjálfsögðu báðir koma liðinu á betri stað í deildinni í sumar.

Gunnar vonast eftir því að erlendu leikmennirnir í Eyjaliðinu „finni sér gellur“ í Eyjum og setjist þar að. Páll segir ekkert toppa það að vinna KR á útivelli og vísar þar til sigurs ÍBV á Íslandsmótinu árið 1998. Margt fleira kemur fram í skemmtilegu spjalli mbl.is við þá félaga sem sjá má hér að ofan.

Víkingur Ólafsvík - Vill að Víkingsliðin spili um nafnið .
Þróttur Reykjavík - Vinnum FH og endum í fjórða sæti.

Gunnar Heiðar Þorvaldsson í leik með ÍBV.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson í leik með ÍBV. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert