Byrjunarliðið: Björn og Viðar fremstir gegn Kósóvó

Hannes Þór Halldórsson ver mark Íslands að vanda.
Hannes Þór Halldórsson ver mark Íslands að vanda. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Kósóvó í undankeppni heimsmeistaramótsins sem hefst í Shkodër í Albaníu klukkan 19.45.

Björn Bergmann Sigurðarson og Viðar Örn Kjartansson eru fremstu menn Íslands í leiknum, en Jón Daði Böðvarsson er á bekknum. Á köntunum verða þeir Emil Hallfreðsson og Arnór Ingvi Traustason.

Vörnin er sú sama og byrjaði alla leikina á EM í sumar, auk þess sem Hannes Þór Halldórsson stendur að vanda í markinu.

Liðið er þannig skipað:

Mark: Hannes Þór Halldórsson
Vörn: Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Ari Freyr Skúlason.
Miðja: Emil Hallfreðsson, Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Arnór Ingvi Traustason.
Sókn: Björn Bergmann Sigurðarson og Viðar Örn Kjartansson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert