Fáir Íslendingar í látunum í Tyrklandi

Tyrkir láta vel í sér heyra.
Tyrkir láta vel í sér heyra. AFP

Það verða ekki margir Íslendingar á vellinum þegar íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sækir Tyrkland heim í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni HM í knattspyrnu á föstudagskvöld. Íslenskir stuðningsmenn verða 0,3% áhorfenda.

„Það verða ekki margir Íslendingar á leiknum en þetta verða um það bil 120 manns,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við mbl.is en völlurinn í Esk­isehir tekur 34.900 í sæti.

Það verða fleiri Íslendingar í stúkunni á mánudag þegar strákarnir …
Það verða fleiri Íslendingar í stúkunni á mánudag þegar strákarnir taka á móti Kósóvó í lokaleik riðlakeppninnar. mbl.is/Golli

Tvær hópferðir hafa verið skipulagðar en annars vegar fer hópur á vegum Vita-sport og hins vegar á vegum Úrvals/Útsýnar. Einnig eru einhverjir Íslendingar á ferðinni og keyptu sér miða í gegnum KSÍ en Klara segir að 120 hafi keypt miða á leikinn í gegnum sambandið.

Búist er við miklum látum á leiknum en Tyrkir eru þekktir fyrir að láta vel í sér heyra á heimavelli. Klara hlær þegar blaðamaður spyr hvort íslenski hópurinn þurfi ekki að láta vel í sér heyra:

„Ég held að þeir geti gleymt því.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert