Byrjunarliðið klárt - Aron spilar

Aron Einar Gunnarsson spilar í kvöld.
Aron Einar Gunnarsson spilar í kvöld. mbl.is/Golli

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari í knattspyrnu hefur birt byrjunarlið Íslands sem mætir Tyrklandi í Eskisehir í undankeppni HM klukkan 18.45. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er leikfær og hefur leikinn.

Liðið er það sama og hóf leikinn gegn Úkraínu í síðasta mánuði, nema hvað Emil Hallfreðsson er í leikbanni og Alfreð Finnbogason kemur inní liðið á ný, og Kári Árnason kemur í vörnina í stað Sverris Inga Ingasonar. Gylfi fer á miðjuna í stöðu Emils.

Liðið er þannig skipað:

Mark:
Hannes Þór Halldórsson

Vörn:
Birkir Már Sævarsson
Kári Árnason
Ragnar Sigurðsson
Hörður Björgvin Magnússon

Miðja:
Jóhann Berg Guðmundsson
Aron Einar Gunnarsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Birkir Bjarnason

Sókn:
Jón Daði Böðvarsson
Alfreð Finnbogason

Varamenn: Ögmundur Kristinsson, Rúnar Alex Rúnarsson, Jón Guðni Fjóluson, Hjörtur Hermannsson, Sverrir Ingi Ingason, Arnór Smárason, Rúnar Már Sigurjónsson, Ólafur Ingi Skúlason, Rúrik Gíslason, Viðar Örn Kjartansson, Arnór Ingvi Traustason, Ari Freyr Skúlason.

Björn Bergmann Sigurðarson er ekki í hópnum en hann hefur glímt við meiðsli síðustu daga og Kjartan Henry Finnbogason hefur verið kallaður inn fyrir leikinn gegn Kósóvó.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert