Hafa engan áhuga á spjaldasöfnun

Sigurður Hjörtur Þrastarson dómari gefur gult spjald og Gylfi Þór …
Sigurður Hjörtur Þrastarson dómari gefur gult spjald og Gylfi Þór Sigurðsson ræðir við hann. mbl.is/Óttar Geirsson

Dómararnir voru talsvert í sviðsljósinu í fyrstu umferð Bestu deildar karla í fótbolta.

Athygli vakti að þeir notuðu spjöldin óspart og lyftu því gula samtals í 53 skipti í sex leikjum ásamt því að einn þjálfari og einn forráðamaður fengu rauða spjaldið.

KSÍ vakti í kjölfarið athygli á nokkrum áhersluatriðum sem kynnt hefðu verið félögunum áður en Íslandsmótið hófst.

Tekið yrði harðar á mótmælum, hópamyndunum í kringum dómara, töfum og annarri óíþróttamannslegri hegðun, sem og á hegðun þjálfara, starfsliðs og varamanna.

Dómararnir fóru samviskusamlega eftir nýjum áherslum og það hefur valdið titringi og upphrópunum um að þeir hafi gengið alltof langt.

Vissulega voru sum spjöldin gefin fyrir tiltölulega vægar sakir en í heildina sást vel hvernig línan væri og leikmenn ættu að hafa fengið ágætis vísbendingar um við hverju er að búast.

Leikmenn verða fljótir að laga sig að þessu. Þeir hafa engan áhuga á spjaldasöfnun og leikbönnum. Spjöldum mun fækka með hverri umferð.

Bakvörðinn má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka