Hættur við að hætta og fer austur

Þórður Ingason markvörður.
Þórður Ingason markvörður. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Knattspyrnumaðurinn Þórður Ingason, sem hefur verið í röðum Víkinga undanfarin ár, er genginn til liðs við Austfjarðaliðið KFA sem leikur í 2. deild.

Þórður tilkynnti eftir síðasta tímabil að hann hefði ákveðið að leggja hanskana á hilluna en hann hefur verið í röðum Víkings í fjögur ár og fjórum sinnum orðið bikarmeistari og tvisvar Íslandsmeistari með félaginu.

Hann er 35 ára gamall og á að baki 182 leiki í efstu deild og 88 í 1. deild á ferlinum en Þórður lék áður lengst af með Fjölni en einnig KR og BÍ/Bolungarvík.

Þar með eru tveir mjög reyndir leikmenn komnir til liðs við KFA en Eggert Gunnþór Jónsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður, kom til félagsins frá FH í vetur. KFA er sameinað lið Fjarðabyggðar og Leiknis á Fáskrúðsfirði en það var hársbreidd frá því að vinna sér sæti í 1. deild síðasta haust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka