Víkingar sýndu mátt sinn og megin í sigri á KA

Gunnar Vatnhamar og Harley Willard eigast við á Víkingsvellinum í …
Gunnar Vatnhamar og Harley Willard eigast við á Víkingsvellinum í dag. mbl.is/Óttar

Reynsla og agi skipti sköpum þegar Víkingar tóku á móti KA í 4. umferð efstu deildar karla í fótbolta í Víkinni í dag. 

Víkingar fengu á sig mark en héldu sínu striki, sóttu áfram og biðu eftir að uppskera, sem þeir gerðu í 4:2 sigri og eru fyrir vikið ósigraða lið deildarinnar þar þeim tróna á toppnum.  KA-menn verða að gyrða sig í brók í 10. sæti deildarinnar með eitt stig en sýndu þó eftir hlé í þessum leik að þeir geta ýmislegt.

Framan af var leikurinn frekar jafn, Víkingar að leita leiða að marki gestanna, sem sjálfir voru tilbúnir að taka sprett fram. 

Slíkur sprettur skilaði sínu því á 8. mínútu þegar Sveinn Margeir Hauksson fékk næði fyrir utan vítateig Víkinga og allir virtust frekar rólegir en þá skaut Sveinn Margeir hnitmiðað í vinstra hornið, Ingvar Jónsson í marki Víkinga var með putta í boltanum en það dugði ekki til.  KA komið yfir, 0:1.

Heimamenn létu þetta ekki slá sig útaf laginu, hófu aftur að byggja upp sóknarleik og voru aðeins einbeittari en áður og eftir nokkrar sóknir skilaði það sér.

Reyndar úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Ara Sigurpálssyni inni í teig.  Dómarinn tók sér nokkrar sekúndur til að ákveða sig og dæmdi síðan vítið, sem Dejan Djuric skaut upp í hægra hornið á meðan Steinþór Már Auðunsson markmaður KA fór niður í vinstra hornið.  Staðan 1:1.

Áfram hélt leikurinn á svipuðum nótum, Víkingar reyna ákaft að finna glufur í vörn KA og ná nokkrum skotum þó þau hafi ekki verið hættuleg.  KA-menn voru þéttir í vörninni og tilbúnir í alla spretti fram.

Á 36. mínútu brutu svo Víkinga ísinn eftir hornspyrnu Pablo Punyed frá vinstri, boltinn til Nikolaj Hansen fyrirliða Víkinga rétt utan markteigs út frá vinstri stönginni og hann skallaði boltann niður í vinstra hornið.  Víkingar komnir í 2:1 forystu.

Rétt áður en flautað var til hálfleiks, á 45. mínútu, var vörn KA í basli með að hemja sókn Víkinga, sem voru nokkuð margir í vítateignum og boltinn barst til Arons Elí Þrándarsonar sem einfaldlega skaut vinstra megin inn í markið.  Víkingar komnir í 3:1.

Þjálfarar beggja liða reyndu að hrista upp í liðum sínum og skiptu nokkrum inná. 

Á 63. mínútu kom siðan fjórða markið þegar Dejan Djuric fékk boltann í snöggri sókn Víkinga rétt utan teigs og lét bara vaða, beint niður í vinstra hornið alveg út við stöng, Víkingar komnir í 4:1.

Það var eins Víkingar væru eitthvað að slaka á klónni í vörninni og það nýttu KA-menn.  Úr sókn sem virtist ekki hættuleg kom sending inn að markteigslínu Víkinga þar sem Elfar Árni Aðalsteinsson skallaði boltann af öryggi niður í vinstra hornið á 76. mínútu. Staðan 4:2.

Víkingar eru vel að sigrinum komnir, þó þeir hafi tekið sér smá tíma í byrjun að skipuleggja sig því náðu síðan að hrökkva vel í gang með örugga vörn og þungar sóknir.   Voru með leikinn í höndum sér en virtust slaka aðeins á þegar leið á seinni hálfleikinn.

KA-menn byrjuðu vel en áttu svo undir högg að sækja og réðu ekkert við hárbeittan sóknarleik Víkinga.  Áttu þó sínar sóknir en lítið gekk, allt þar til upp úr miðjum síðari hálfleik þegar skiptingarnar fóru að skila sér í bland við slökun í vörn Víkinga.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Víkingur R. 4:2 KA opna loka
90. mín. 3 mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert