Darren Bent til Derby

Darren Bent, til vinstri, í leik með Aston Villa.
Darren Bent, til vinstri, í leik með Aston Villa. AFP

Derby County, eitt af toppliðum ensku B-deildarinnar í knattspyrnu, hefur fengið framherjann reynda Darren Bent lánaðan frá Aston Villa út þetta keppnistímabil.

Bent, sem er þrítugur, er nýkominn úr láni hjá Brighton en hann hefur ekki átt upp á pallborðið hjá Paul Lambert, knattspyrnustjóra, þrátt fyrir erfiðleika Aston Villa við að skora mörk undanfarin misseri. Hann hefur þó gert 25 mörk í 72 leikjum fyrir liðið í úrvalsdeidlinni. Átta þeirra leikja eru á þessu tímabili.

Bent hefur spilað 13 landsleiki fyrir Englands hönd og fyrsti leikur hans með Derby verður væntanlega toppslagur gegn Ipswich 10. janúar. Derby er í þriðja sæti B-deildarinnar með 45 stig en fyrir ofan eru Bournemouth með 48 stig og Ipswich með 47 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert