„Frábær tilfinning“

Wilfried Bony.
Wilfried Bony. AFP

Wilfried Bony skrifaði undir fjögurra og hálfs árs samning við Englandsmeistara Manchester City í dag og mun ganga í raðir félagsins eftir Afríkukeppnina.

„Þetta er frábær tilfinning, mikill heiður fyrir mig og mikil áskorun,“ segir Bony á vef Manchester City en félagið keypti hann frá Swansea City og greiddi fyrir hann 28 milljónir punda, rúma 5,5 milljarða króna.

„Sem leikmaður þá er alltaf gott að vera hluti að einu af besti liði í heimi og það gott tækifæri fyrir mig að vera í þeirri stöðu núna. Þetta er frábært. Ég er búinn að bíða spenntur eftir þessari stund og nú er hún orðin að veruleika.

Ég tel þetta vera frábæra ákvörðun hjá mér. Manhcester City er í Meistaradeildinni og ég sagði það á síðasta tímabili að ég vildi fara til liðs sem spilar í Meistaradeildinni því hún er frábær,“ segir hinn 26 ára gamli Bony sem hefur átt frábæru gengi að fagna með Swansea. Hann verður í treyju með númerinu 14.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert