Fletcher til WBA

Darren Fletcher.
Darren Fletcher. AFP

WBA er búið að tryggja sér þjónustu skoska miðjumannsins Darren Fletcher en landsliðsmaðurinn gekk í kvöld til liðs við félagið frá Manchester United.

Lengi vel var reiknað með því að Fletcher færi til West Ham en ekkert varð úr því og Tony Pulis, stjóri WBA, fékk Skotann til liðs við sig.

Fletcher kemur til WBA án greiðslu en samningur hans við Manchester United átti að renna út í vor. Hann samdi við WBA til hálfs þriðja árs.

Fletcher er 31 árs gamall og hefur leikið með Manchester United frá árinu 2003. Ferill Skotans var í hættu þegar hann veikist af sáraristilsbólgu en hann var frá keppni í næstum tvö tímabil en eftir að hann jafnaði sig af veikindunum hefur hann ekki fengið mörg tækifæri með liðinu.

WBA reyndi líka að ná í Carlton Cole frá West Ham og Martin Olsson frá Norwich en flest bendir til þess að hvorttveggja hafi mistekist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert