Lennon í Liverpool-borg

Aaron Lennon í leik með Tottenham gegn Liverpool.
Aaron Lennon í leik með Tottenham gegn Liverpool. AFP

Í ljósi sögunnar ætti það að vera við hæfi að hafa einn knattspyrnumann með nafninu Lennon í Liverpool-borg.

Sagt er að John heitinn Lennon og félagar hans í Bítlunum hafi stutt Everton og nú er Aaron Lennon orðinn leikmaður Everton til vorsins. Hann er semsagt kominn þangað sem lánsmaður frá Tottenham.

Aaron Lennon er 27 ára kantmaður og hefur verið í röðum Tottenham í tíu ár þar sem hann hefur spilað 267 leiki í úrvalsdeildinni. Þá á hann að baki 21 landsleik fyrir Englands hönd en aðeins tvo þeirra síðustu fimm árin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert