Di Maria fékk falleinkunn

Di Maria í leiknum gegn Sunderland í dag.
Di Maria í leiknum gegn Sunderland í dag. EPA

Ángel Di Maria, Argentínumaðurinn rándýri í liði Manchester United, fékk falleinkunn fyrir frammistöðu sína með liðinu í leiknum gegn Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Di Maria fékk lægstu einkunn leikmanna United bæði hjá Sky Sports og Daily Mail eða 4 en Argentínumanninum var skipt útaf í hálfleik.

Í umsögn Daily Mail um Di Maria sagði; ,,Hans slakasta frammistaða með United hingað til. Tók rangar ákvarðanir trekk í trekk og nær allar hans tilraunir til að gera eitthvað með boltann brugðust.“

Manchester United greiddi hvorki meira né minna en 60 milljónir punda fyrir Di Maria en sú upphæð jafngildir 12,3 milljörðum króna. Argentínumaðurinn byrjaði tímabilið ágætlega en hann hefur átt afar erfitt uppdráttar síðustu mánuðina og hefur frammistaða hans valdið stuðningsmönnum United gríðarlegum vonbrigðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert