Búið að draga spjaldið á Brown til baka

Wes Brown fannst dómurinn skiljanlega hlægilegur. John O'Shea reynir að …
Wes Brown fannst dómurinn skiljanlega hlægilegur. John O'Shea reynir að ræða við Roger East dómara leiksins. AFP

Enska knattspyrnusambandið er búið að draga rauða spjaldið sem Wes Brown, varnarmaður Sunderland, fékk að líta um helgina í leiknum gegn Manchester United til baka.

Roger East, dómari leiksins, gerði sig sekan um hrikaleg mistök þegar hann rak rangan mann af velli, Wes Brown, en sá sem átti að fara út af var annar fyrrverandi leikmaður United, John O'Shea.

Nú hefur knattspyrnusambandið gefið út tilkynningu um að hið sjálfkrafa eins leiks bann sem Brown fékk hafi verið dregið til baka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert