Tekur Giggs við af fyrrum samherja

Ryan Giggs gæti tekið við sem knattspyrnustjóri hjá Hull City.
Ryan Giggs gæti tekið við sem knattspyrnustjóri hjá Hull City. AFP

Hull City er í leit að knattspyrnustjóra eftir að Steve Bruce sagði starfi sínu lausu hjá félaginu í gær. Eitt þeirra nafna sem breskir fjölmiðlar nefna til sögunnar til þess að taka við stjórnartaumunum er Ryan Giggs, fyrrum samherji Bruce hjá Manchester United. 

Aðrir sem orðaðir eru við starfið eru Mike Phelen, sem var aðstoðarmaður Bruce hjá Hull City, David Moyes, Steve McClaeren og Roberto Martinez.

Þrjár vikur eru þar til Hull City mætir Leicester City, ríkjandi Englandsmeisturum, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla og ljóst að forráðamenn Hull City þurfa að hafa hraðar hendur í leit sinni að nýjum knattspyrnustjóra félagsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert