„Erfitt að finna réttu orðin“

Jürgen Klopp á hliðarlínunni í kvöld, ekki alveg sáttur.
Jürgen Klopp á hliðarlínunni í kvöld, ekki alveg sáttur. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var skiljanlega sár og svekktur eftir 3:1-tap sinna manna fyrir Leicester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Liverpool hefði farið upp í þriðja sætið með sigri.

„Það er erfitt að finna réttu orðin, það væri erfitt að lýsa vonbrigðum mínum á þýsku en miklu erfiðara á ensku,“ sagði Þjóðverjinn. „Það er ekki eins og Leicester hafi verið grófir í kvöld, við vorum bara ekki nógu harðir af okkur,“ sagði Klopp.

„Þeir voru vel undirbúnir, voru klárir í föstum leikatriðum og við vorum að gefa þeim mörg innköst. Það er pirrandi því við töluðum um það. Fyrsta markið er svo erfitt að sætta sig við og það gaf þeim aukinn kraft,“ sagði Klopp, en fyrir leikinn í kvöld hafði Leicester ekki skorað á árinu 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert