Orðið „ekki“ er ekki háð neinni túlkun

Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, stendur staðfastur á skoðun sinni um framtíð hins brasilíska Philippe Coutinho hjá Liverpool. Hann er ekki á leið frá félaginu.

Sagt hefur verið í frá því í fjölmiðlum að eigendur Katalóníurisans Barcelona sé 90% vissir um að hinn brasilíski Neymar sé á förum frá félaginu til Paris Saint Germain og að þeir séu fullvissir um að Coutinho geti ekki staðist þá freistingu að koma í stað liðsfélaga síns hjá Barcelona.

Þjóðverjinn Klopp er hins vegar á annarri skoðun. „Orðið „ekki“ er ekki háð neinni túlkun. Það er ekkert nýtt,“ sagði Klopp á heimasíðu Liverpool í dag.  „Ef þú segir að hann sé ekki til sölu þá er það ekki háð neinni túlkun,“ sagði Klopp. „Orðið „ekki“ bendir til þess.“

Philippe Coutinho.
Philippe Coutinho. AFP

Liverpool mætir Bayern München í æfingaleik á morgun og framherjinn Danny Ings, sem hefur verið meiddur bróðurpartinn af sinni tíð hjá Bítlaborgarfélaginu, er allur að koma til en hann hefur verið frá í 9 mánuði vegna meiðsla í hné.

„Hann er á góðri leið og við erum ánægðir með það sem hann er að gera,“ sagði Klopp við heimasíðu Liverpool en bætti því við að það þurfi að fara varlega með kappann og að ekki sé sniðugt að hann fari of hratt af stað.

„Hann verður kannski ekki með í næstu leikjum en það þýðir ekkert annað en það að við erum að taka okkar tíma með hann, gera hann sterkan og tilbúinn fyrir það sem við ætlum okkur (á komandi leiktíð.“

Danny Ings hefur ekki haft heppnina með sér hvað meiðsli …
Danny Ings hefur ekki haft heppnina með sér hvað meiðsli varðar hjá Liverpool en er allur að koma til. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert