Guðrún skoraði og Þórdís lagði upp í Svíþjóð

Guðrún Arnardóttir skoraði í dag
Guðrún Arnardóttir skoraði í dag Kristinn Magnússon

Guðrún Arnardóttir skoraði fyrir Rosengård og Þórdís Elva Ágústsdóttir lagði upp mark fyrir Växjö í sænsku deildinni í fótbolta í dag.

Rosengård sigraði AIK á heimavelli, 3:0, í dag. Guðrún skoraði fyrsta mark leiksins á 9. mínútu en Rosengård eru með fullt hús á toppi deildarinnar eftir þrjá leiki.

Þórdís Elva lagði upp sigurmark Växjö í 2:1 heimasigri á Linköping en Bryndís Arna Níelsdóttir var fjarverandi í liði Växjö vegna meiðsla en hún fór úr axlarlið nýverið og verður frá í einhvern tíma.

Hlín Eiríksdóttir og Katla Tryggvadóttir voru í byrjunarliði Kristianstad DFF sem tapaði heima fyrir Hammarby 0:2. Guðný Árnadóttir kom inn á eftir 69 mínútna leik. 

Að lokum léku Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir, Bergþóra Sól Ásmundsdóttir og Katla María Þórðardóttir allar í byrjunarliði Örebro sem tapaði 2:0 á útivelli fyrir Djurgården. Bergþóra var tekin af velli eftir 65 mínútur en Áslaug og Katla María spiluðu allan leikinn. Örebro er með þrjú stig eftir þrjá leiki.

Þórdís Elva Ágústsdóttir í leik með Val á síðustu leiktíð
Þórdís Elva Ágústsdóttir í leik með Val á síðustu leiktíð Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert