André Villas-Boas nýr forseti Porto

Andre Villas-Boas ræðir við Gylfa Þór Sigurðsson
Andre Villas-Boas ræðir við Gylfa Þór Sigurðsson AFP/OLLY GREENWOOD

Fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea og Tottenham vann forsetakosningar FC Porto í gær með 80% atkvæða. Hinn 86 ára Jorge Nuno Pinto da Costa hefur verið forseti síðan 1982 en nú tekur Villas-Boas við.

Villas-Boas hefur ekki þjálfað síðan hann yfirgaf Marseille árið 2021 en hann vann deild, bikar og Evrópudeildar þrennu með Porto árið 2011. Hann lofar stuðningsmönnum félagsins að Porto muni lyfta bikurum undir hans stjórn. 

„Ég vonast til að standa undir kröfum allra stuðningsmanna Porto, að lyfta bikurum og byggja upp sjálfbært félag á komandi árum. Við eigum mikla vinnu fyrir höndum að endurskipuleggja félagið“.

Porto féll úr Meistaradeildinni í 16-liða úrslitum gegn Arsenal og situr í 3. sæti portúgölsku deildarinnar. 18 stigum fyrir neðan Sporting í 1. sætinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert