Ísland í þriðja sæti í fjallahjólreiðum

Ingvar Ómarsson var á meðal þátttakenda.
Ingvar Ómarsson var á meðal þátttakenda.

Íslenska karlaliðið hafnaði í þriðja sæti í liðakeppni í fjallahjólreiðum á Smáþjóðaleikunum í San Marínó í dag. San Marínó vann keppnina og Kýpur hafnaði í öðru sæti. Íslenska liðið kom í mark eftir fjórar klukkustundir, átta mínútur og fimmtán sekúndur og var 16 mínútum á eftir San Marínó.

Bjarki Bjarnason, Gústaf Darrason og Ingvar Ómarsson skipuðu íslensku sveitina. Bjarki hafnaði í 14. sæti í einstaklingskeppni, Ingvar var í 16. sæti og Gústaf í 21. sæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert