Íslensku liðin með gull- og silfurverðlaun

Blandað lið Stjörnunnar varð Norðurlandameistari í dag.
Blandað lið Stjörnunnar varð Norðurlandameistari í dag. Ljósmynd/FImleikasambandið

Stjarnan, Selfoss og Gerpla sendu lið á Norðurlandamót unglinga í hópfimleikum og tvö lið enduðu á verðlaunapalli.

Stjarna varð Norðurlandameistari í blönduðum liðum með 49.050 stig eftir frábært mót. Liðið vann dýnustökkin með 16.150 í einkunn og vann svo trampólínið með yfirburðum og fékk 16.400 í einkunn. Á gólfi fékk Stjarnan næsthæstu einkunn, 16.500. Gerpla lenti í 8. sæti með 40.900 í einkunn.

Kvennalið Gerplu lenti í öðru sæti með 48.250 í einkunn. Liðið fékk 17.600 á gólfi, 15.100 á dýnu og 16.550 á trampólíni. Það var mikil samkeppni í kvennaflokki en liðið í þriðja sæti var aðeins 0.050 á eftir Gerplu og fjórða sætið 0.150 stigum á eftir þeim.

Kvennalið Selfoss lenti í 6. sæti með 46.200 í einkunn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka