Annað tap Íslands í Serbíu

Kári Arnarsson skoraði fyrir íslenska liðið í dag.
Kári Arnarsson skoraði fyrir íslenska liðið í dag. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Íslenska karlalandsliðið í íshokkí tapaði sínum öðrum leik í A-deild 2. deildar heimsmeistaramótsins gegn Sameinuðu arabísku furstadæmunum í Belgrad í Serbíu í dag.

Leiknum lauk með fimm marka sigri Sameinuðu arabísku furstadæmanna, 7:2, en það voru þeir Kári Arnarsson og Gunnar Arason sem skoruðu mörk Íslands í leiknum.

Íslenska liðið er án stiga í neðsta sæti riðilsins, líkt og Ísrael og Ástralía sem eiga bæði leik til góða á Ísland.

Næsti leikur liðsins er gegn heimamönnum í Serbíu á miðvikudaginn en Serbar unnu Ástralíu 4:2 í 1. umferðinni og mæta Ísrael í kvöld í 2. umferðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert