Hvers vegna þjóðarhöll?

Stade Pierre-Mauroy er fjölnota íþróttamannvirki fyrir margar íþróttagreinar og tónleikahald. …
Stade Pierre-Mauroy er fjölnota íþróttamannvirki fyrir margar íþróttagreinar og tónleikahald. Smækkuð útgáfa af honum myndi koma í staðinn fyrir tvær byggingar, þjóðarhöll og þjóðarleikvang.

Eftir að Íslandi var úthlutað lokakeppni HM karla í handbolta 2031 ásamt Danmörku og Noregi, en ekki 2029, er svigrúmið til að reisa svokallaða Þjóðarhöll í Laugardalnum í Reykjavík aðeins meira en áður.

En hvers vegna Þjóðarhöll, á sama tíma og knattspyrnuhreyfingin hefur um árabil reynt að ýta úr vör undirbúningi að nýjum þjóðarleikvangi?

Hvers vegna er þetta ekki lagt upp og unnið sem eitt verkefni? Ein og sama byggingin?

Róbert Agnarsson skrifaði áhugaverðan pistil á Facebook í síðustu viku þar sem hann benti á slíkt mannvirki í Lille í Frakklandi þar sem spilaður er handbolti, fótbolti, körfubolti, blak, keppt í akstursíþróttum og haldnir tónleikar.

Um leið og þetta er heimavöllur eins besta knattspyrnuliðs Frakklands, sem Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson leikur með, hafa tugþúsundir horft á leiki þar á stórmótum í handbolta.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert