„Skilmálarnir samþykktir réttilega“

Haukur Örn Birgisson
Haukur Örn Birgisson Mynd/GSÍ.

Haukur Örn Birgisson forseti Golfsambands Íslands vill koma eftirfarandi athugasemd fram vegna fréttar sem birt hér á mbl.is fyrr í dag er er varðaði breytta undirritun skjals vegna keppnisskilmála Golfsambandsins fyrir árið 2015.

„Ferillinn við samþykkt reglna fyrir golfmót er sá að mótsstjórn Golfsambands Íslands samþykkir almenna keppnisskilmála fyrir þau mót sem eiga að gilda í mótum sambandsins á hverju ári. En það er hins vegar mótsstjórn hvers móts, og í þessu tilviki Íslandsmótsins, sem samþykkti þess vegna á fundi sínum að þessir keppnisskilmálar skyldu gilda í þessu móti. Og það var gert á fundi mótsstjórnar 14. júlí 2015.

Það er ekki rétt sem fram kemur í fréttinni að skjalinu hafi verið breytt á þá leið að þessir keppnisskilmálar hafi verið samþykktir af mótsstjórn í maí 2015. Rétta er að þeir voru samþykktir réttilega, eins og lög gera ráð fyrir og golfreglur, 14. júlí 2015.“ sagði Haukur við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert