Fer af Masters á fæðingardeildina ef þarf

Scottie Scheffler.
Scottie Scheffler. AFP/Warren Little

Bandaríski kylfingurinn Scottie Scheffler, sem er efstur á heimslistanum, verður reiðubúinn að hætta keppni á Masters-mótinu og fara á fæðingardeildina fari svo að barnshafandi eiginkona hans fari að fæða á meðan keppni stendur.

Scheffler hefur verið nýverið unnið tvö mót í röð á PGA-mótaröðinni og þykir fyrir vikið sigurstranglegastur á Masters-mótinu, sem hefst í Augusta í Georgíuríki í Bandaríkjunum á morgun.

Hann hrósaði sigri á Masters-mótinu árið 2022 og leitast nú eftir því að vinna sitt annað stórmót á ferlinum.

Samkvæmt New York Post mun Scheffler hins vegar fórna því tækifæri fari eiginkona hans, Meredith, af stað á meðan keppni stendur.

Er um fyrsta barn þeirra hjóna að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert