Masters seinkað vegna þrumuveðurs

Veðrið í Augusta var töluvert betra í gær en í …
Veðrið í Augusta var töluvert betra í gær en í dag. AFP/Maddie Meyer

Seinka hefur þurft Masters-mótinu í golfi vegna þrumuveðurs í Augusta í Georgíuríki í Bandaríkjunum í dag.

Keppni á fyrsta hring átti að hefjast klukkan 12 í hádeginu í dag, sjö í morgun að staðartíma, en þurfti að seinka um tvær og hálfa klukkustund vegna gríðarlegrar rigningar og roks sem hefur í för með sér þrumur og eldingar.

Því hefst keppni klukkan 14.30 á íslenskum tíma og 9.30 að staðartíma.

Samkvæmt veðurspám verður þá búið að lægja töluvert en vegna þess hversu seint fyrsti hringur fer af stað má vænta þess að fjöldi kylfinga muni ekki geta klárað hann á fyrsta keppnisdegi og þurfi að gera það á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert