„Ég er bara í skýjunum“

„Ég er bara í skýjunum, það er svo einfalt,“ sagði Alfreð Örn Finnsson, þjálfari Valskvenna eftir mikilvægan þriggja marka sigur á ÍBV, 20:23, í Olís-deild kvenna í handknattleik.

Tvo lykilmenn vantaði í lið Vals í dag. Íris Ásta Pétursdóttir og Morgan Marie McDonald tóku ekki þátt og Valsarar aðeins tólf á skýrslu.

„Íris er veik og Morgan fékk heilahristing í síðasta leik og það er soldið hægri vængurinn okkar í allan vetur. Ég er ótrúlega ánægður með stelpurnar að sýna karakter og liðsheild,“ sagði Alfreð við mbl.is eftir leik.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.

Alfreð Örn Finnsson, þjálfari Vals.
Alfreð Örn Finnsson, þjálfari Vals. Eva Björk Ægisdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka