Ísland á að geta verið með tvö landslið í fremstu röð

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik fagnar sæti á EM 2024 um …
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik fagnar sæti á EM 2024 um síðustu helgi. mbl.is/Óttar Geirsson

Ísland leikur á ný á EM kvenna í handbolta í lok þessa árs, fjórtán árum eftir að íslenska liðið lék þar í fyrsta skipti.

Þetta eru ánægjuleg tíðindi og liðið fylgir þar með eftir frammistöðu sinni á HM í lok síðasta árs.

Arnar Pétursson hefur byggt liðið upp af miklum metnaði síðustu ár og sagði við RÚV þegar EM-sætið var í höfn að í framtíðinni ætti að vera jafn sjálfsagt að kvennalið Íslands væri á öllum stórmótum og okkur þykir sjálfsagt að karlaliðið sé þar.

þarf HSÍ að sýna í verki að metnaður sambandsins sé sá sami og metnaður þjálfarans. Og ekki bara HSÍ, heldur líka félögin í landinu sem ala upp leikmennina og skapa þeim umhverfi til að þroskast og dafna. Handboltaþjóðin Ísland á að geta verið með tvö landslið í fremstu röð.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert