Dramatík í undanúrslitunum í Úlfarsárdal

Lena Margrét Valdimarsdóttir sækir að vörn Hauka í kvöld.
Lena Margrét Valdimarsdóttir sækir að vörn Hauka í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fram og Haukar mættust í fyrsta leik sínum í undanúrslitaviðureign liðanna í Íslandsmóti kvenna í handbolta í kvöld og lauk leiknum með sigri Hauka, 27:24. eftir framlengdan leik.

Framkonur mættu beittari til leiks og voru betri í upphæfi. Þær komust fljótlega 4 mörkum yfir í stöðunni 6:2 en þá voru Haukar nýlega búnir að taka leikhlé.

Haukakonur byrjuðu í framhaldnu að minnka forskotið og náðu nokkrum sinnum að minnka muninn í eitt mark í stöðunum 9:8, 10:9 og 11:10. Haukakonur fengu einnig allnokkur tækifæri til að jafna leikinn en það var eins og þær höndluðu ekki þá stöðu og gerðu oft á tíðum ævintýraleg mistök í sóknarleik sínum.

Fram náði aftur tveggja marka forskoti fyrir leikhlé og leiddi í hálfleik 13:11.

Markahæstar í liði Fram voru þær Harpa María Friðgeirsdóttir með 4 mörk og Steinunn Björnsdóttir með 3 mörk. Í liði Hauka voru þær Elín Klara Þorkelsdóttir með 4 mörk og Birta Lind Jóhannsdóttir með 3 mörk. Markvarslan var döpur hjá báðum liðum í fyrri hálfleik.

Kaflaskiptur síðari hálfleikur

Haukakonur mættu vel stemmdar inn í síðari hálfleikinn og jöfnuðu í stöðunni 13:13. Þær komust síðan yfir í stöðunni 14:13. Framkonur jöfnuðu og komust aftur yfir áður en Haukakonur jöfnuðu öðru sinni og komust yfir í stöðunni 17:16.

Þá mættu Framkonur aftur leiks og jöfnuðu í stöðunni 17:17. Þær komust síðan yfir og juku muninn hægt og þétt og þegar um 10 mínútur voru eftir far leiknum leiddu Framkonur með þremur mörkum í stöðunni 22:19.

Haukakonur minnkuðu muninn í stöðunni 22:20 og fengu nokkur tækifæri til að minnka muninn í eitt mark en það tókst ekki og juku Framkonur muninn í 3 mörk með marki frá Lenu Margréti Valdimarsdóttur.

Þá kviknaði heldur betur í Haukakonum sem skoruðu þrjú mörk í röð og knúðu fram framlenginu í leiknum. Jöfnunarmark Hauka kom úr vítaskoti frá Elínu Klöru Þorkelsdóttur þegar leiktíminn var liðinn. Gríðarleg spenna í Úlfarsárdal.

Haukar skoruðu öll mörk framlengingarinnar

Það má segja að Framkonur hafi mætt ofjörlum sínum í framlenginunni því Haukakonur gjörsigruðu þær bláklæddu. Ótrúlegur viðsnúningur þar sem allt benti til þess að Fram ætlaði að vinna leikinn í venjulegum leiktíma.

Það er lítið um framlenginguna að segja annað en það að Haukar skoruðu öll 4 mörk hennar, 2 í fyrri hálfleik og 2 í þeim síðari og unnu að lokum 4 marka sigur 27:23 og eru komnir 1:0 yfir í einvíginu.

Markahæst í liði Fram var Harpa María Friðgeirsdóttir með 5 mörk en Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði 8 mörk fyrir Hauka, þar af 5 úr vítaskotum.  

Fram 23:27 Haukar opna loka
70. mín. Fram tapar boltanum
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert