Þriðji Íslendingurinn í stórliðið?

Sveinn Jóhannsson leikur með Minden í Þýskalandi.
Sveinn Jóhannsson leikur með Minden í Þýskalandi. Ljósmynd/Minden

Handknattleiksmaðurinn Sveinn Jóhannsson gæti gengið í raðir norska félagsins Kolstad en hann leikur nú með Minden í Þýskalandi.

Sigvaldi Björn Guðjónsson er fyrirliði Kolstad og þá hefur Benedikt Gunnar Óskarsson leikmaður Vals einnig samið við félagið fyrir næsta tímabil.

Vísir greinir frá í dag að Sveinn gæti orðið þriðji Íslendingurinn hjá félaginu, en hann er 24 ára línu- og varnarmaður. Ásamt því að leika með Minden hefur Sveinn spilað með SønderjyskE og Skjern í Danmörku og Fjölni og ÍR á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert