Komnir yfir þrátt fyrir fjarveru stjörnunnar

James Harden steig upp í fjarveru Kawhi Leonard.
James Harden steig upp í fjarveru Kawhi Leonard. AFP/Christian Petersen

Los Angeles Clippers náði forystunni í einvígi sínu gegn Dallas Mavericks, 109:97, í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta karla í Los Angeles í kvöld. 

Clippers er þar með komið yfir, 1:0, en liðið vann þrátt fyrir að stjarna liðsins, Kawhi Leonard, hafi verið fjarverandi vegna meiðsla. 

James Harden steig upp í fjarveru Kawhi og skoraði 28 stig, tók tvö fráköst og gaf átta stoðsendingar. Hjá Dallas var Luka Doncic atkvæðamestur með 33 stig, 13 fráköst og sex stoðsendingar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka