Milwaukee tók forystuna gegn Indiana

Damian Lillard reynir skot í nótt.
Damian Lillard reynir skot í nótt. AFP/Stacy Revere

Damian Lillard var stigahæstur hjá Milwaukee Bucks þegar liðið hafði betur gegn Indiana Pacers í fyrsta leik liðanna í 1. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik í Milwaukee í nótt.

Leiknum lauk með nokkuð öruggum sigri Milwaukee, 109:94, en Lillard skoraði 35 stig, tók sex fráköst og gaf þrjár stoðsendingar í leiknum.

Þá skoraði Shai Gilgeous-Alexander 28 stig fyrir Oklahoma City, ásamt því að taka sex fráköst og gefa fjórar stoðsendingar, í 94:92-sigri liðsins gegn New Orleans í fyrsta leik liðanna í Oklahoma.

Vinna þarf fjóra leiki til þess að tryggja sér sæti í 2. umferð úrslitakeppninnar en Milwaukee og Indiana mætast næst í Milwaukee, á miðvikudaginn, og Oklahoma og New Orleans í Oklahoma á fimmtudaginn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka