Fer vel af stað í Haffjarðará

Gamla brúin yfir Haffjarðará er þekktur veiðistaður.
Gamla brúin yfir Haffjarðará er þekktur veiðistaður. mbl

Veiði hófst eftir hádegið á þjóðhátíðardaginn í gær í Haffjarðará í Hnappadalssýslu og að sögn Einars Sigfússonar, annars eiganda hennar, þá fer veiði vel af stað og áin tók á mótið fyrstu veiðimönnunum í þjóðhátíðarskapi.  Eftir þrjár vaktir er búið að landa þar 52 löxum en aðeins er veitt á fjórar stangir fyrstu daganna.  Einar sagði að mikið af laxi væri genginn í ána og hann vel dreifður.

Einar er jafnframt sölustjóri fyrir Norðurá í Borgarfirði og sagði að á hádegi í dag væri búið að landa þar 192 löxum.  Síðasta tveggja daga holl, sem lauk veiðum á hádegi í gær, var með 42 laxa og settu veiðimenn í því holli meðal annars í fjóra laxa á smáflugur í Hafþórsstaðahyl, sem er ofarlega langt upp í dal, og lönduðu tveimur.  Þennan dag þá hefðu laxar á svokölluðu millifossasvæðinu horfið skyndilega og synt upp Glanna og því hefðu veiðimenn þá byrjað að leita þeirra upp í dal. Hins vegar leið varla dagurinn þar til nýir laxar sáust raða sér upp á hefðbundna veiðistaði á milli Glanna og Laxfoss.

Samkvæmt teljaranum í Glanna voru í dag 107 laxar gegnir upp laxastigann og þess því ekki langt að bíða að veiði hefjist að fullum krafti á dalnum. Fram kom að veiðimenn á neðri hluta árinnar yrði varir við miklar laxagöngur upp ána og væru smáflugur á yfirborðinu að gefa mest. Væri þetta í bland fallegur nýgenginn smálaxl og tveggjar ára laxar. Sem dæmi laxagegndina þá setti einn veiðimaður í 16 laxa í Stekknum á morgunvaktinni í dag, allt á smáflugur og landaði nokkrum, en missti fleiri því tökurnar væru mjög grannar.  

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert