67 milljarðar inn í FL

Hannes Smárason, Jón Ásgeir og Jón Sigurðsson kynna breytingar á …
Hannes Smárason, Jón Ásgeir og Jón Sigurðsson kynna breytingar á FL Group í gær. mbl.is/Ómar

Hlutafé í FL Group verður á næstunni aukið um 49% eða um rúma 4,5 milljarða hluta. Nýtt hlutafé verður selt á genginu 14,7 sem þýðir að um allt að 67 milljarða króna aukningu er að ræða að markaðsvirði. Þetta er nánast fjórðungs verðlækkun frá lokagengi FL í fyrradag, sem var 19,25.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun Fons, eignarhaldsfélag í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristjánssonar, kaupa allt að 10% hluta í FL, og þar ræðir um hluta af bréfum Hannesar Smárasonar og Magnúsar Ármann, sem á 33% í Materia Invest, eiganda rúmlega 9% í FL Group. Hermt er að kaupverð Fons á bréfunum verði einnig 14,7.

Baugur Group verður stærsti hluthafinn í FL Group en félagið eykur eignarhlut sinn í FL Group úr 17,7% í rösk 38% í fyrsta áfanga hlutafjáraukningarinnar en á næsta ári er áætlað að hlutur Baugs verði minnkaður niður í 35,9%. Eignarhlutur Hannesar Smárasonar, sem hefur verið stærsti hluthafinn, fer úr 20,5% niður í um 13,8% miðað við óbreyttan fjölda hluta.

Baugur greiðir fyrir hlutaféð í FL Group með eignum sem metnar eru á 53,8 milljarða króna, sem aftur er kaupverð hlutafjárins. Um er að ræða allar eignir Baugs í fasteignafélögum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK