Stórir lífeyrissjóðir eiga hlut í FL Group

Nokkrir stærstu lífeyrissjóðir landsins eru á meðal hluthafa í FL Group og getur niðursveiflan á gengi hlutabréfa félagins því haft töluverð áhrif á ávöxtun sjóðanna. Lífeyrissjóðirnir sem um ræðir eru Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 (sameiginlegt rekstrarfélag Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga), sem á 1,14%. Gildi-lífeyrissjóður, sem á um 1% og Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem á 0,86%.

Samanlagt eiga sjóðirnir um 3% í félaginu og er markaðsvirði þessara eigna samanlagt um 4,4 milljarðar kr. miðað við kaupgengi í viðskiptum í félaginu við lokun markaða í gær.

Miklu skiptir í þessu sambandi að lífeyrissjóðir eru langtímafjárfestar og því ekki eins næmir fyrir sveiflum á hlutabréfamarkaði og aðrir fjárfestar og ekki er lánsfé að baki fjárfestingum þeirra.

Verðfallið á hlutum í FL Group hefur engu að síður haft áhrif á hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna í félaginu. Ef tekið er mið af gengi FL Group í upphafi árs hefur markaðsvirði hlutafjáreignar lífeyrissjóðanna lækkað um tæpa 3 milljarða kr. frá upphafi ársins. Í lok júnímánaðar var markaðsverðmæti hlutanna um 8,2 milljarðar og hefur því dregist saman um 3,8 milljarða á umliðnum fimm mánuðum.

„Óróleikinn á mörkuðunum almennt séð veldur okkur áhyggjum,“ segir Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK