Kaupþing réð því að gengið í FL varð 14,7

Kaupþing stóð að baki því að ákveðið var að gengi á viðskiptum Baugs við FL Group yrði 14,7, þegar fasteignasafni Baugs verður rennt inn í FL Group. Landsbankinn og ákveðnir hluthafar í FL Group töldu að gengið ætti að vera hærra, eða 19, eins og lagt hafði verið til sl. föstudag.

Ólíkir hagsmunir bankanna réðu mismunandi afstöðu þeirra til þessa máls.

Landsbankinn var því fylgjandi að gengi FL Group héldist hátt, því bankinn hefur lánað mikla fjármuni til einstakra hluthafa í FL Group. Hluthafarnir hafa sett bréf sín í FL að veði og við það gífurlega verðfall sem orðið hefur á bréfum í FL Group standa bréfin ein ekki lengur undir veðsetningu lána vegna þeirra.

Samkvæmt upplýsingum úr Landsbankanum telur bankinn að hluthafar í FL hafi aukið nægilega við tryggingar sínar vegna lána í bankanum. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins eru stjórnendur Kaupþings og Landsbankans þokkalega sáttir við þá niðurstöðu sem fékkst með hlutafjáraukningu í FL Group. Ánægja mun ríkja með það innan Landsbankans, að stjórnendur FL Group hafa sett öll hlutabréfin í Tryggingamiðstöðinni inn í Landsbanka, sem tryggingu fyrir lánum félagsins í bankanum.

Búist er við því að eignarhlutur annarra hluthafa en Baugs í FL Group muni enn minnka á næstunni, því ákveðnir hluthafar munu verða að selja bréf sín til þess að geta staðið í skilum.

Fons, eignarhaldsfélag í eigu þeirra Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, keypti í gær tæp 7% í FL fyrir rétt rúma 10 milljarða króna, og seljendur voru Hannes Smárason og þeir Magnús Ármann og Þorsteinn M. Jónsson, sem eiga Sólmon ehf., dótturfélag Materia Invest sem átti 9,23% í FL Group.

Ýtarleg fréttaskýring er um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK