Sjóvárhúsið auglýst til leigu

Leigusamningur húss Sjóvár í Kringlunni rennur út um næstu áramót …
Leigusamningur húss Sjóvár í Kringlunni rennur út um næstu áramót og hefur húsið verið auglýst til leigu.

Reitir fasteignafélag hefur auglýst Sjóvárhúsið í Kringlunni til leigu. Leigusamningur Sjóvár við Reiti rennur út um næstu áramót og segir Halldór Jensson, forstöðumaður sölusviðs hjá Reitum, að fyrirtækið vilji með auglýsingunni kanna markaðinn, en hann á allt eins von á að Sjóvá verði áfram í húsinu.

Sjóvárhúsið er um 5.500 fm. að stærð og var byggt sérstaklega undir starfsemi tryggingafélagsins.

Reitir bjóða fleiri eignir til leigu, m.a. Túngötu 6 þar sem Baugur var til húsa, en sá leigusamningur rennur út 1. maí. Einnig er 2. hæð verslunarrýmis í Holtagörðum til leigu. Stærsta eignin sem Reitir auglýsir til leigu er 6000 fm húsnæði á fimm hæðum við Dalshraun í Hafnarfirði. 

Reitir eru núna að leita að leigjendur í 36 eignir af ýmsum stærðum, samtals yfir 36 þúsund fermetra. Einar sagði að stærstur hluti af húsnæði í eigu Reita væri í útleigu. Félagið væri stærsta fasteignafélag landsins og ætti um 130 fasteignir eða um samtals 420 þúsund fermetra af húsnæði. Vel hefði gengið að koma því í leigu.

Stærstu eigendur Reita eru félög í eigu Arion banka og Landsbankans.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka