Á leið út úr efnahagsvanda

Ísland er að vinna sig út úr þeim efnahagsvandamálum sem herjað hafa á landið frá hruninu haustið 2008. Samdráttarskeiði lauk seint á síðasta ári og stefnir í 3% hagvöxt á næsta ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Þar kemur fram að útlit sé fyrir að verðbólga verði áfram lítil og að vel hafi gengið að innleiða þær ábendingar sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lagt til.

OECD telur að Seðlabanki Íslands þurfi að styrkja peningamálastefnu sína. Þetta kemur fram í skýrslu stofnunarinnar um þróun efnahagsmála á Íslandi. Ekki hafi tekist að tryggja stöðugleika verðbólgu og of miklar sveiflur séu á genginu.

Skýrslur af þessu tagi eru gefnar út á 18-24 mánaða fresti fyrir hvert og eitt aðildarríki OECD. Síðast var gerð skýrsla um Ísland árið 2009.

Í skýrslunni kemur fram að þegar eða ef Ísland fær aðild að Evrópusambandinu eigi það að óska eftir upptöku evru eins fljótt og auðið er.

Skýrsluhöfundar segja að stjórnvöld á Íslandi hafi markviss unnið að því að draga úr atvinnuleysi meðal annars með því að bjóða upp á störf og starfsþjálfun. Eins eigi að setja upp sérstakan sjóð sem hefur það að markmiði að auka möguleika atvinnulausra á að mennta sig. 

Á sama tíma og dregur úr atvinnuleysi á að afnema í áföngum þau bráðabirgðaákvæði sem samþykkt voru í kjölfar efnahagshrunsins og varða aukinn rétt á greiðslum á atvinnuleysisbótum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK