Engin áform um að bjarga Spáni

AFP

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ítrekaði í yfirlýsingu í dag að stofnunin hefði engin áform um að að veita Spáni fjárhagslega aðstoð þó að lántökukostnaður landsins hefði haldið áfram að aukast þrátt fyrir að Evrópusambandið hefði samþykkt um síðustu helgi að koma spænskum bönkum til aðstoðar.

Hins vegar hvatti AGS spænska ráðamenn til þess að halda sig við þær skuldbindingar sínar að koma á nauðsynlegum efnahagsumbótum en vaxandi áhyggjur hafa verið af því samkvæmt fréttaveitunni AFP að Spánn þurfi að óska eftir frekari efnahagsaðstoð.

„Það hefur engin ósk borist um fjárhagslega aðstoð frá AGS né eru nokkur áform af hálfu stofnunarinnar um að veita slíka aðstoð,“ er haft eftir talsmanni AGS, Gerry Rice. Hann lagði áherslu á að spænsk stjórnvöld hefðu tekið rétta ákvörðun með því að óska eftir aðstoð frá Evrópusambandinu.

En þó að AGS hafi ekki í hyggju að veita Spáni efnahagsaðstoð eru fulltrúar stofnunarinnar staddir í landinu til þess að fylgjast með því að nauðsynlegum umbótum verði komið á í efnahagslífinu og fjármálakerfinu segir í fréttinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK