Barclays-forstjóri gæti fengið tvær milljónir punda

Bob Diamond, fyrrverandi forstjóri Barclays-bankans, gæti gengið í burtu með tvær milljónir sterlingspunda eftir að hann sagði upp starfi sínu í kjölfar LIBOR-málsins. Í frétt the Times segir að Bob muni fá sem svarar fullum launum út árið og lífeyrisgreiðslur, en áður hafði hann hafnað því að fá bónusa sem hefðu getað verið allt að 20 milljónir sterlingspunda. Marcus Agius, stjórnarformaður bankans, sagði frá þessu fyrir þingnefnd í morgun og staðfesti að Bob fengi engar bónusgreiðslur.

Bob Diamond fyrrverandi forstjóri bankans
Bob Diamond fyrrverandi forstjóri bankans .AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK