Ragnhildur í stjórn eftir nauðasamniga

Ragnhildur Geirsdóttir
Ragnhildur Geirsdóttir

Ragnhildur Geirsdóttir, fyrrverandi forstjóri FL Group og Promens, mun að öllum líkindum taka sæti í stjórn Kaupþings eftir að nauðasamningar hafa gengið í gegn, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Stefnt hefur verið því að það verði í haust. Eftir nauðasamninga eignast kröfuhafar félagið. Ekki hefur verið gengið frá samningi við Ragnhildi. Stefnt er að því að stjórnin verði sjö manna og að hana skipi tveir íslenskir stjórnarmenn. Morgunblaðið hefur ekki upplýsingar um hver hinn íslenski stjórnarmaðurinn verður. Kröfuhafar föllnu bankanna eru að langstærstum hluta erlendir.

Þrotabú Glitnis stefnir að því að ljúka nauðasamningum fyrir árslok og að í kjölfarið verði skipuð fimm eða sjö manna stjórn. Ef stjórnin verður fimm manna mun einn Íslendingur væntanlega eiga þar sæti en ef hún verður sjö manna, verða Íslendingarnir tveir, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK