Milljón ferðamenn árið 2015

Samkvæmt greiningardeild Arion banka má gera ráð fyrir að í …
Samkvæmt greiningardeild Arion banka má gera ráð fyrir að í desember árið 2015 komi milljónasti ferðamaðurinn það árið til landsins. Aldrei áður hafa svo margir ferðamenn komið á einu ári. mbl.is/Kristinn

Fjöldi ferðamanna á Íslandi árið mun ná einni milljón árið 2015. Þetta er spá greiningardeildar Arion banka, en rúmlega 780 þúsund ferðamenn komu um Keflavíkurflugvöll á þessu ári og hafa þeir aldrei verið fleiri.  Fjölgun ferðamanna frá árinu 2010 er einsdæmi á jafnskömmum tíma síðan talningar á ferðamönnum hófust, en fjölgun þeirra nemur 70% frá árinu 2010.

Þetta endurspeglast í auknum tekjum greinarinnar, en heildarúttekt erlendra greiðslukorta innanlands nam meira en 90 milljörðum á síðasta ári. Þá var kortaveltujöfnuður hagkerfisins, þ.e. kortavelta erlendra greiðslukorta innanlands að frádreginni kortaveltu íslenskra greiðslukorta erlendis, nú jákvæð um meira en 10 milljarða, eftir að hafa verið neikvæð lungann úr síðasta áratug.

Greiningardeildin spyr hvort þessi þróun geti haldið áfram og telur að öll púsl séu á sínum stað fyrir kröftugan vöxt á komandi árum. Spá þeirra gerir ráð fyrir að ferðamenn verði um 909 þúsund á árinu 2014, milljónasti ferðamaðurinn komi síðan til landsins í desember árið 2015, en þeir verði um 1.007 þúsund það árið og fjölgi svo í 1.093 þúsund árið 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK