Hagnaður Facebook þrefaldaðist

Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook.
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook. AFP

Hagnaður samfélagsmiðilsins Facebook þrefaldaðist næstum því á fyrsta fjórðungi ársins og snarhækkuðu jafnframt tekjur félagsins. Fjárfestar voru afar ánægðir með uppgjörið, sem birt var í gærkvöldi, en til marks um það hækkuðu hlutabréf félagsins um 2,7% í verði þegar markaðir opnuðu í morgun.

Hagnaður Facebook á fyrsta fjórðunginum nam 642 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði ríflega 72 milljarða króna, en hagnaðurinn á sama tímabili í fyrra var 219 milljónir Bandaríkjadala, sem jafngildir um 24,6 milljörðum króna.

Tekjur félagsins námu 2,5 milljörðum Bandaríkjadala á tímabilinu en greinendur höfðu gert ráð fyrir 2,36 milljarða Bandaríkjadala í tekjur.

Þá tilkynnti félagið jafnframt að fjármálastjórinn, David Ebersman, hefði í hyggju að hætta störfum. David Wehner mun bráðlega taka við starfinu hans, eftir því sem segir í frétt Wall Street Journal.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK