Yahoo kaupir Flurry fyrir milljarða

Yahoo hefur keypt fyrirtækið Flurry. Reiknað er með að söluverðið …
Yahoo hefur keypt fyrirtækið Flurry. Reiknað er með að söluverðið sé á bilinu 23-35 milljarðar króna. AFP

Netrisinn Yahoo hefur keypt auglýsingagreiningarfyrirtækið Flurry, en áætlað er að það muni ýta undir auglýsingatekjur Yahoo gegnum snjalltæki. Flurry hjálpar app-framleiðendum að greina gögn um notendur og beina sérsniðnari auglýsingum að þeim.

Ekki hefur verið gefið upp hvert kaupverðið er, en á vef BBC kemur fram að það sé áætlað á bilinu 200 til 300 milljónir dala. Það nemur 23 til 35 milljörðum króna og ef það er rétt eru það stærstu kaup Yahoo síðan árið 2012 þegar fyrirtækið keypti Tumblr. 

Á síðustu misserum hafa sumir af keppinautum Yahoo keypt svipuð kerfi og Flurry, en Facebook keypti fyrr á þessu ári fyrirtækið LiveRail. Það greinir hvaða auglýsingar passa áhorfendum myndbanda best. Talið er að Facebook hafi borgað 400 til 500 milljónir dala fyrir þau kaup.

Twitter keypti á svipuðum tíma MoPub, en það leyfir auglýsendum að greina hegðun og raða auglýsingum á mismunandi samfélagsmiðlakerfi, meðal annars Facebook, eftir því til hvaða markhóps á að ná.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK