Bros-Gjafaver kaupir Prentun og pökkun

Öll starfsemi Prentunar og pökkunar mun flytjast í húsnæði Bros-Gjafavers …
Öll starfsemi Prentunar og pökkunar mun flytjast í húsnæði Bros-Gjafavers að Norðlingabraut 14 í Reykjavík.

Bros-Gjafaver ehf. hefur keypt allan rekstur fyrirtækisins Prentun og pökkun. Með þessari viðbót mun Bros-Gjafaver auka enn frekar þá þjónustu sem fyrirtækið veitir auk þess sem forsvarsmenn þess vonast til að ná fram meiri hagræðingu í rekstri og betri nýtingu á tækjabúnaði, að því er segir í fréttatilkynningu.

Prentun og pökkun hefur sérhæft sig í merkingum á gleri og postulíni og eins hefur fyrirtækið sinnt ýmsum verkefnum á sviði silki- og púðaprentunar.

Öll starfsemi Prentunar og pökkunar mun flytjast í húsnæði Bros-Gjafavers að Norðlingabraut 14 í Reykjavík. 

Bros-Gjafaver sérhæfir sig í sölu og merkingum á fatnaði, auglýsinga- og gjafavörum til fyrirtækja og félagasamtaka. Hjá fyrirtækinu starfa nú um 25 manns. 

Ásgeir Jónsson er stofnandi Prentunar og pökkunar en hefur hann stýrt rekstrinum undanfarin ár. Grunnurinn að fyrirtækinu var byggður á Veiti ehf., en það fyrirtæki var stofnað árið 1984 af Oddgeiri Indriðasyni, segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK