Endurfjármögnun Iceland Foods lokið

Iceland Food
Iceland Food Af vef Iceland Food

Endurfjármögnun Iceland Foods-smásölukeðjunnar er lokið en alls söfnuðust 950 milljónir punda í skuldabréfaútboði fyrirtækisins nýverið. 

Forstjóri Iceland Foods og aðaleigandi, Malcolm Walker, og lykilstjórnendur þess keyptu 77% hlutafjár í Iceland Food árið 2012 af Landsbankanum og Kaupþingi. Í frétt Sunday Telegraph kemur fram að lánin sem tekin voru vegna kaupanna hafi nú verið greidd upp með endurfjármögnuninni. 

Fjárfestingarbankinn Rothschild á að hafa veitt Iceland Foods ráðgjöf við endurfjármögnunina og eru skuldabréf fyrirtækisins nú skráð í kauphöllina í Lúxemborg.

Baugur átti áður Iceland Foods en fyrirtækið endaði hjá Landsbankanum að mestu eftir hrun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK