Erlent hlutabréfaútboð hjá Íslandsbanka

Íslandsbanki hyggur á hlutabréfaútboð á Norðurlöndum eða í London að sögn fjármálastjóra bankans. Skráning á erlendan markað væri „augljóslega“ í hag eigenda. „Þeir eru ekki langtímaeigendur bankans. Þeir myndu frekar vilja selja og kjósa þá fremur erlendan gjaldeyri,“ sagði Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri bankans í viðtali í Stokkhólmi þann 16. október.

Bloomberg fréttastofan greinir frá þessu. Jón sagði þó að gjaldeyrishöftin væru ákveðin hindrun og að þetta þyrfti að gera í samráði við Seðlabankann. Liggja þarf fyrir hvort heimilt sé að greiða hluthöfum arð í erlendum gjaldeyri áður en efnt verður til útboðsins og þarf Seðlabankinn að veita álit á efninu. Er þetta nauðsynlegt fyrir trúverðugleika bankans gagnvart fjárfestum.

Áhugi fjárfesta að aukast

Íslandsbanki hélt fyrsta er­lenda skulda­bréfa­út­boð bank­ans í des­em­ber í fyrra. Var það að upp­hæð 500 millj­ón­ir sænskra króna eða sem nem­ur 9,1 millj­örðum ís­lenskra króna. Skulda­bréf­in bera 400 punkta ofan á sænska milli­banka­vexti (STI­BOR) og eru til fjög­urra ára. Alls tóku yfir 40 fjár­fest­ar frá Svíþjóð, Nor­egi og Finn­landi þátt í útboðinu en um­fram­eft­ir­spurn var eft­ir bréf­un­um. Þá sagði Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, í september að fleiri slík útboð væru á döfinni nú þegar áhugi fjár­festa er tek­inn að aukast.

Þá endurskoðaði alþjóðlega matsfyrirtækið Stand­ard & Poor´s horfur Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankans á dögunum og var þeim breytt úr stöðugum í já­kvæðar hjá þeim öllum og láns­hæf­is­matið staðfest sem BB+/​B.

Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri Íslandsbanka.
Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri Íslandsbanka. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK