Íhuga nýbyggingu á Bergstaðastræti

Félagið Gamma ehf. hefur haft til skoðunar að breyta notkun …
Félagið Gamma ehf. hefur haft til skoðunar að breyta notkun lóðar norður af Bergstaðastræti 4. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Eigendur félagsins Gamma ehf. hafa haft til skoðunar að breyta notkun lóðar norður af Bergstaðastræti 4. Þar stendur nú gamalt tveggja hæða steypt hús sem er notað sem bakarí. Sú bygging nýtir aðeins hluta af mögulegu byggingarmagni á lóðinni sem tilheyrir Bergstaðastræti 4.

Húseignin Bergstaðastræti 4 er í eigu Gamma ehf. Það félag á jafnframt rekstrarfélagið sem rekur Hótel Óðinsvé á Þórsgötu 1.

Íbúi við götuna setti sig í samband við Morgunblaðið vegna hugsanlegra áforma um að hefja framkvæmdir á lóðinni. Af því tilefni var spurst fyrir um málið hjá eigendum viðkomandi húseignar og lóðar.

Bjarni Hákonarson, framkvæmdastjóri á Hótel Óðinsvéum, segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um framkvæmdir á umræddri lóð, sem er milli Tösku- og hanskabúðarinnar og Bólstrunar Ásgríms, á Bergstaðastræti 2.

Drög fyrir átta árum

„Það kom til umræðu fyrir um átta árum að gera eitthvað með lóðina. Það mál var sett á ís og er þar óbreytt,“ segir Bjarni um stöðu mála. „Það hafa engar ákvarðanir verið teknar um framhaldið,“ segir hann.

Hótel Óðinsvé leigir út hótelíbúðir á efstu hæð Bergstaðastrætis 4. Húseignin er reyndar skráð sem Skólavörðustígur 7 í símaskránni. Hjá Sýslumanninum í Reykjavík er fasteignin Bergstaðstræti 4 skráð í eigu Gamma ehf.

Það er í 50% eigu Pama ehf. og í 50% eigu Punds ehf., skv. Creditinfo. Pama ehf. er í eigu Vallaness ehf., sem er í 100% eigu Bergljótar Þorsteinsdóttur fv. flugfreyju.

Pund ehf. er í 100% eigu Hannesar Hilmarssonar, forstjóra Air Atlanta. Bergljót er gift Magnúsi Stephensen, viðskiptafélaga Hannesar. Tvö fyrirtæki leigja nú atvinnuhúsnæði af Gamma ehf. á Bergstaðastræti 4. Annars vegar Tösku- og hanskabúðin og hins vegar Matarkistan, sælkeraverslun Sigurveigar Káradóttur. Þeir leigusamningar eru til skemmri tíma.

Horft upp Bergstaðastræti frá Laugavegi og upp að Skólavörðustíg.
Horft upp Bergstaðastræti frá Laugavegi og upp að Skólavörðustíg. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK